Menu
Fylltar kjúklingabringur með spínati og ostakubbi

Fylltar kjúklingabringur með spínati og ostakubbi

Fljótlegur réttur sem smakkast eins og á besta veitingastað. Sætar kartöflur með rósmarín og ostakubbi henta sérstaklega vel sem meðlæti. Uppskrift má finna hér.

Innihald

4 skammtar
kjúklingabringur
spínat (ferskt eða frosið)
ostakubbur frá Gott í matinn
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
hvítlauksgeiri
salt
pipar
tómatar í sneiðum (má sleppa)

Skref1

  • Setjið spínat á heita pönnu ásamt vel söxuðum hvítlauk og steikið í smástund.
  • Setjið spínatið á eldhúspappír og þerrið örlítið.
  • Blandið spínatið við feta- og rjómaostinn og blandið vel.
  • Bætið við kryddinu og hrærið svo blandast vel saman.

Skref2

  • Skerið í bringurnar rauf og setjið fyllinguna í ásamt tómatsneiðunum. Piprið og saltið eftir smekk .
  • Bakið við 190°C í 40-45 mínútur.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir