Menu
Fylltar marengs rósir

Fylltar marengs rósir

Innihald

1 skammtar

Marengs

eggjahvítur
ljós púðursykur
lyftiduft

Súkkulaðikrem

eggjarauður
flórsykur
dökkt súkkulaði
smjör
vanilludropar

Fylling

rjómi frá Gott í matinn
kókosbollur
nóakropp

Marengsrósir

  • Þeytið eggjahvíturnar og púðursykurinn þangað til blandan er orðin stíf og þétt.
  • Bætið svo saman við lyftidufti og hrærið vel.
  • Setjið matarlit að eigin vali saman við marengsinn og hrærið þangað til matarliturinn hefur blandast vel saman við.
  • Setjið smjörpappír á bökunarplötu.
  • Setjið marengsinn í sprautupoka með sprautustút nr. 1M (eins og myndin sýnir hér að ofan) og sprautið fallegar rósir á bökunarplötu, rósirnar eru á stærð við litla undirskál.
  • Bakið við 150°C í um 30 mín. eða þar til marengsinn hefur bakast alveg og er þurr í viðkomu. Kælið marengsinn alveg.

Súkkulaðikrem

  • Þeytið eggjarauðurnar þangað til þær eru orðnar aðeins ljósar.
  • Bætið svo flórsykrinum saman við og hrærið þangað til blandan er orðin ljós og létt.
  • Bræðið súkkulaðið saman við smjörið í potti yfir lágum hita og blandið því vel saman við blönduna.
  • Bætið því næst vanilludropum saman við og hrærið vel.
  • Setjið um 2-3 msk. af súkkulaðinu á hverja köku fyrir sig, eða eins mikið og þú villt!
  • Einnig er hægt að setja það ofan á kökurnar.

Fylling

  • Þeytið rjómann þangað til hann stendur alveg og setjið ofan á botninn.
  • Setjið slatta af Nóakroppi ofan á rjómann, skerið hverja kókosbollu í tvennt og setjið ofan á, bætið smá rjóma ofan á hverja kókosbollu og setjið svo marengsrós ofan á og þrýstið lauslega saman.
  • Geymið í kæli þar til borið er fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir