Menu
Fylltar paprikur

Fylltar paprikur

Léttur grænmetisréttur úr smiðju Tinnu Alavis. 

Innihald

1 skammtar
nautahakk
hýðishrísgrjón
paprikur
kartöflur
laukar
hvítlauksrif
rifinn mozzarella ostur frá Gott í matinn
vatn
rjómi frá Gott í matinn
salt og pipar

Skref1

  • Takið fram stóra skál og setjið hakkið, hýðishrísgrjónin og Mozzarella ostinn saman, ásamt hvílauknum og kryddum. Kryddið með salti, pipar og paprikukryddi. Hnoðið vel saman.
Skref 1

Skref2

  • Skerið lokið af paprikunum og fyllið þær að innan með hakkblöndunni. Steikið þær á hvolfi í potti upp úr íslensku smjöri og lauk og búið til hakkbollur úr restinni á meðan paprikurnar eru að brúnast. Setjið paprikurnar til hliðar á meðan þið steikið bollurnar og bætið þeim aftur út í þegar bollurnar eru farnar að taka á sig fallegan lit.
Skref 2

Skref3

  • Næst er kartöflunum bætt út í í pottinn, ásamt lokunum af paprikunum og vatninu.
  • Látið þetta malla þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Gott er að setja rjómann út í rétt í lokinn.
Skref 3

Höfundur: Tinna Alavis