Menu
Fylltar paprikur - Ketó

Fylltar paprikur - Ketó

Þennan rétt er gott að grípa í þegar maður vill eitthvað létt og gott. Svo er hann líka ketóvænn!

Innihald

1 skammtur
6 meðalstórar paprikur
1 msk. ólífuolía
3 hvítlauksgeirar
12 smátt saxaður laukur
500 g nautahakk
1 dós niðursoðnir tómatar í bitum
2 msk. tómatpúrra
1 stk. pepperoniostur
Salt, hvítlaukskrydd, pipar, ítölsk kryddblanda eða önnur krydd

Skref1

  • Skerið toppinn af hverri papriku og saxið þann hluta niður til að nýta í réttinn.
  • Holið paprikurnar því næst að innan.

Skref2

  • Steikið hvítlauk og lauk í ólífuolíunni og bætið söxuðu paprikunni saman við og þá nautahakkinu og steikið þar til hakkið hefur brúnast vel.

Skref3

  • Hellið þá tómötum, tómatpúrru og kryddum saman við og leyfið í malla í um fimm mínútur og rífið pepperoniostinn niður á meðan.

Skref4

  • Fyllið hverja papriku til hálfs með hakkblöndu, stráið rifnum osti yfir, fyllið þá aftur með hakkblöndu og stráið aftur rifnum pepperoniosti yfir toppinn.
  • Bakið við 180°C í um 20 mínútur.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir