Menu
Fylltir tortillabátar með Mexíkóosti

Fylltir tortillabátar með Mexíkóosti

Einfaldur og bragðgóður mexíkóskur réttur sem hentar vel sem kvöldmatur eða smáréttur. Þessi uppskrift dugar í 12 stk.

Innihald

1 skammtar
Mexíkóostur rifinn
Óðals Cheddar, rifinn
majónes
ferskur kóríander, saxaður
niðursoðnar svartar baunir eða sama magn af maísbaunum
skallottulaukur, fínsaxaður
cumin
kóríander
sjávarsalt
litlir tortillabátar eða 8 stk. tortillakökur
sýrður rjómi frá Gott í matinn
salsasósa

Skref1

  • Stillið ofninn á 180°.
  • Látið baunirnar í sigti, látið renna af þeim og skolið.

Skref2

  • Blandið saman fyrstu átta hráefnunum. Smakkið til með salti.
  • Skiptið maukinu niður á tortillabátana og sáldrið örlitum cheddarosti yfir.
  • Bakið þar til osturinn er brúnaður og maukið er heitt í gegn.
  • Ef þið notið tortillakökur þá skiptið þið maukinu niður á þær og rúllið upp. Skerið hverja köku í þrjá bita. Raðið þeim í eldfast mót, þannig að endarnir snúi upp.
  • Sáldrið cheddarosti yfir og bakið. Berið fram með sýrðum rjóma og salsasósu.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir