Menu
Grænmetislasagne með fjórum ostum

Grænmetislasagne með fjórum ostum

Einfalt og djúsí með nóg af osti.

Innihald

6 skammtar
ólífuolía
laukur, saxaður
tómatmauk
niðursoðnir tómatar
óreganó
rósmarín
vatn
sveppir í bitum
blómkál í bitum
spergilkál í bitum
kúrbítur í bitum
niðursoðnar kjúklingabaunir
pakki lasagne
kotasæla
gráðaostur
rifinn gratínostur frá Gott í matinn
mozzarella, litlar kúlur skornar í tvennt
konfekttómatar (um 250 g)

Skref1

  • Mýkið lauk og hvítlauk saman og bætið í tómatmauki ásamt oregano og rósmarin.
  • Bætið í niðursoðnum tómötum og vatni látið sjóða við vægan hita í 10 – 15 mín.

Skref2

  • Steikið grænmetið á pönnu í olíu og blandið út í sósuna ásamt kjúklingabaunum.
  • Látið sjóða í 2-3 mínútur.

Skref3

  • Svo er öllu raðað saman.
  • Kotasæla, rifinn gratínostur, lasagneplötur, sósan með grænmetinu, gráðostur. Þrjár umferðir.
  • Setjið konfekttómata og mozzarella á toppinn bakið við 180° í 30 – 40 mín.