Menu
Grænmetislasanja eins og það gerist best

Grænmetislasanja eins og það gerist best

Er erfitt að koma grænmeti ofan í börnin? Búið til grænmetislasanja og þið sjáið grænmetið hverfa ofan í þau! Það gerist ekki betra! 

Hver er galdurinn við að gera gott lasanja? Notið það grænmeti sem ykkur finnst fallegt og bragðgott, njótið þess sem þið eruð að gera og síðast en ekki síst - sætið sósuna ykkar með pínu af t.d. suðusúkkulaði eða döðlum.

Innihald

6 skammtar
gulir laukar, saxaðir
spergilkál, smátt saxað nema stilkar
sellerí (3 - 6)
sveppir, sneiddir
eggaldin, skorin í sneiðar
kúrbítur, smátt saxaður
sætar kartöflur, skornar í teninga
handfylli af söxuðum döðlum
suðusúkkulaði
niðursoðnir, saxaðir tómatar
vatn
grænmetisteningar
Salt, svartur pipar, chiliflögur eftir smekk
Olía til steikingar
lasanja blöð
rifinn mozzarella ostur frá Gott í matinn
Parmesan, rifinn
Salat að eigin vali

Skref1

  • Hitið ofninn í 180 °C.
  • Skerið allt grænmetið.
  • Skerið laukinn í sneiðar, spergilkálið mjög smátt og sleppið stilkinum en það er auðvitað val, selleríið er skorið í sneiðar eins og sveppirnir. Kúrbíturinn er skorinn smátt.

Skref2

  • Steikið grænmetið í olíunni og á meðan er eggaldinið skorið langsum, penslað með olíu og hitað í ofninum.
  • Kartöflurnar eru skornar í teninga (því smærri, því fljótari eru þeir að steikjast) og sett í ofninn og látnir verða mjúkir.

Skref3

  • Þegar grænmetið á pönnunni er orðið mjúkt er tómötunum hellt saman við ásamt vatni.
  • Kryddið eftir smekk og bætið við döðlunum.
  • Súkkulaðið er sett saman við alveg í lokin.
  • Látið smásjóða á meðan grænmetið í ofninum er að klárast.

Skref4

  • Svo er bara að púsla þessu saman í form.
  • Notið ekki allar kartöflurnar, geymið til að strá yfir í lokin.
  • Sósa fyrst, lasanjablöðum og eggaldin raðað, sósa yfir, kartöflur og svo framvegis.
  • Stráið ost yfir og vippið inn í ofninn og bakið í 30- 40 mínútur.

Skref5

  • Látið standa og kólna aðeins áður en þið berið matinn fram.
  • Bjóðið upp á gott salat með matnum og rifið helling af parmesanosti yfir.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal