Menu
Grænmetisvefjur með paprikusmurosti

Grænmetisvefjur með paprikusmurosti

Þessar stórsniðugu og svakalega bragðgóðu vefjur henta einstaklega vel sem smáréttur í saumaklúbb eða veislur. Smurosturinn smellpassar í svona vefjugerð og vitaskuld má velja sinn uppáhaldssmurost og breyta eða bæta við grænmetið.

Innihald

1 skammtar
stórar tortillavefjur
paprikusmurostur (300 g)
vorlaukar
grillaðar paprikur (um 200 g)
klettasalat
rifinn Pizzaostur frá Gott í matinn

Skref1

  • Smyrjið tortillakökurnar með vænu lagi af paprikusmurosti.
  • Skerið vorlaukinn og grilluðu paprikuna smátt og dreifið yfir smurostinn.
  • Setjið góða handfylli af klettasalati á helming tortillukökunnar og dreifið rifnum osti yfir allt saman.

Skref2

  • Vefjið kökunni þétt upp, byrjið þeim megin þar sem klettasalatið er.
  • Látið smurostinn um að líma vefjuna saman.
  • Skerið í fallegar sneiðar á ská og berið fram.

Höfundur: Sunna