Graskersbollakökur
- Setjið hveiti, kanil, engifer, múskat, lyftiduft, matarsóda og salt saman í skál og hrærið vel.
- Setjið smjör í örbylgjuofn og hitið þar til það er aðeins farið að bráðna.
- Setjið sykur og púðursykur í skál ásamt smjöri og hrærið saman þar til blandan verður ljós og létt.
- Bætið eggjum saman við, einu í senn og hrærið ásamt vanilludropum og graskerspæfyllingu/mauki.
- Blandið þurrefnum saman við ásamt mjólkinni til skiptist þar til allt hefur blandast vel saman.
- Gott er að skafa hliðarnar á skálinni og hræra öllu saman í lokin.
- Setjið bollakökuform í bollakökubökunarform. Fyllið formin um ¾, eða örlítið meira en hálffull.
- Bakið í rúmega 15 mínútur við 180 gráðu hita eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar.
- Kælið kökurnar alveg áður en þið setjið kremið á.
Rjómaostakrem með kanil
- Hrærið smjör þar til það verður ljóst og létt.
- Bætið rjómaostinum saman við og hrærið þangað til blandan verður mjúk og slétt.
- Bætið kanil saman við ásamt vanilludropum.
- Bæti því næst flórsykri saman við, smátt og smátt í einu þar til allt hefur blandast vel saman.
- Gott er að skafa hliðarnar innan á skálinni og hræra vel í lokinn.
- Setjið sprautustút t.d. 1M í sprautupoka og setjið kremið í, sprautið kreminu á kökurnar og skreytið með pekanhnetum eða því sem ykkur langar til.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir