Það er fátt betra en góðir fiskréttir og þessi er með þeim allra bestu. Gefa þarf sér smá tíma til þess að karamellísera laukinn en þess utan er þetta einfaldur réttur sem hentar sérlega vel í miðri viku eða jafnvel í matarboð og þá má jafnvel bjóða upp á gott hvítvín með. Sósan er algert sælgæti og passar sérlega vel með flestum fiskréttum. Það er vel hægt að lauma öðru grænmeti með eða jafnvel bæta við öðru sjávarfangi líkt og rækjum eða humri svona spari. Rjómaostarnir frá Gott í matinn eru einstaklega hentugir í sósur líkt og þessa og ég skora á ykkur að prófa hinar týpurnar líka.
ýsa, roðflett og beinhreinsuð | |
soðnar kartöflur | |
laukar | |
sveppir í sneiðum | |
smjör | |
• | salt og pipar eftir smekk |
rjómaostur með karamellíseruðum lauk frá MS | |
matreiðslurjómi frá Gott í matinn | |
• | ferskur sítrónusafi úr hálfri sítrónu |
fiskikraftsteningar | |
laukduft | |
hvítlauksduft | |
þurrkuð steinselja | |
• | rifinn Pizzaostur frá Gott í matinn |
• | fersk steinselja til skrauts (má sleppa) |
• | ferskt salat |
• | hrísgrjón |
• | snittubrauð |
Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal