Skref1
- Hitið ofn á grillstillingu og 250 gráður.
Skref2
- Skerið ostinn í litla teninga og setjið í lítið eldfast mót.
- Stráið kryddjurtunum yfir og hellið smá ólífuolíu yfir að lokum.
- Setjið undir grill í ofni og bakið þar til osturinn er bráðnaður og gullinbrúnn, eða í um 6-8 mínútur.
Skref3
- Takið úr ofninum og hellið hunangi yfir.
- Berið fram strax með ristuðu súrdeigsbrauði.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir