Menu
Grillað nautakjöt með camembert sveppasósu

Grillað nautakjöt með camembert sveppasósu

Sumarið er tíminn til að grilla og hafa gaman og þá er upplagt að bjóða upp á ljúffenga sósu með grillmatnum en auðvitað má grilla allan ársins hring líka. Sveppasósa með camembert kryddosti er án efa sósan sem setur punktinn yfir i-ið í grillveislunni og við mælum með að þið prófið hana með hvaða grillmat sem er.

Innihald

4 skammtar

Sveppasósa

kryddostur með Camembert
sveppir
smjör
hvítlauksrif
rjómi frá Gott í matinn
nautakraftur
rifsberjasulta
salt og pipar eftir smekk

Kartöflur

kartöflur
ólífuolía
hvítlauksrif
söxuð steinselja
salt og pipar

Nautasteik

nautasteikur
soyasósa
smjör
pipar

Salat

klettasalat
jarðarber
Dala salatostur (áður fetaostur)

Sveppasósa með Camembert kryddosti

  • Skerið sveppina niður og steikið upp úr smjöri þar til þeir mýkjast.
  • Rífið hvítlaukinn saman við í lokin og kryddið eftir smekk með salti og pipar.
  • Rífið næst Camembert ostinn niður og hellið rjómanum saman við og hrærið þar til osturinn er bráðinn.
  • Bætið þá krafti og sultu saman við og leyfið að malla í að minnsta kosti 15 mínútur áður en sósan er borin fram.

Kartöflur

  • Skerið kartöflurnar til helminga (í fernt ef þær eru mjög stórar).
  • Veltið upp úr ólífuolíu, salti, pipar og steinselju og skiptið síðan niður í 4 „álpappírsform“.
  • Setjið eitt hvítlauksrif í hvern álpappír og lokið síðan vel.
  • Grillið á meðalheitu grilli í 12-15 mínútur á hvorri hlið.

Nautasteik

  • Leyfið kjötinu að marinerast í soyasósunni í um 30 mínútur og hellið henni síðan af.
  • Grillið á vel heitu grilli þar til kjarnhiti nær því hitastigi sem þið óskið eftir, snúið nokkrum sinnum á meðan.
  • Þegar steikin er tilbúin má smyrja hana með smjöri, pipra og leyfa henni að hvíla í um 10 mínútur áður en það er skorið í hana.

Salat

  • Allt sett saman í skál og borið fram með steikinni.
Salat

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir