Menu
Grillaður hamborgari með Óðalsostum

Grillaður hamborgari með Óðalsostum

Hver Óðalsostur hefur sína eiginleika og best að nota alla ostana á hvern borgara.

Innihald

4 skammtar

Hamborgari:

nautahakk
Salt og pipar
Tómatar
Salat
Pæklaðar gúrkur
Dijon sinnep
Majones
Óðals Havarti
Óðals Cheddar
Óðals Ísbúi

Kartöflur:

kartöflur
Salt og pipar

Skref1

  • Mótið hamborgarana í 120-150 g bollur og fletjið þær vandlega út.
Skref 1

Skref2

  • Eldið á blússheitu grilli, saltið og piprið.
Skref 2

Skref3

  • Snúið hamborgaranum og tyllið ostinum ofan á þannig að hann fái að bráðna yfir kjötið.
  • Það er ágætt að leyfa hamborgaranum að hvíla í nokkrar mínútur á meðan brauðið er ristað á grillinu.
  • Smyrjið brauðið með dijon og majonesi og tyllið grænmetinu bæði undir og ofan á.
Skref 3

Kartöflur

  • Skerið kartöflurnar í bita og steikið í heitri olíu þangað til þær eru stökkar að utan, gullinbrúnar og mjúkar að innan.

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson