Menu
Grillaður lax með mangó sósu

Grillaður lax með mangó sósu

Sannkallaður sumarréttur!

Innihald

1 skammtar
salt og pipar
olía
handfylli af salati
lax
mangó, afhýtt og grófrifið
grilluð rauð paprika, skorin í strimla

Mangó sósa

sýrður rjómi 10% frá Gott í matinn (1 dós)
mangó, afhýtt og skorið í litla bita
límóna, safi og fínrifinn börkur
jalapeño-pipar í krukku
ögn af karrídufti

Grillaður lax

  • Hitið grillið vel.
  • Smyrjið olíu á grillgrindurnar og á fiskinn. Gott er að nota fiskiklemmu undir flakið.
  • Grillið laxinn í 3–4 mínútur, fyrst á roðlausu hliðinni og síðan 3–4 mínútur á roðhliðinni.
  • Saltið og piprið.
  • Berið strax fram heitt með mangó sósunni, rifnu mangói, grillaðri papriku og handfylli af salatblöðum.

Mangó sósa

  • Maukið allt saman með rafmagnssprota eða í matvinnsluvél.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir