Menu
Grillostur með pestó og klettasalati

Grillostur með pestó og klettasalati

Það er búið að taka mig tæpt ár að prófa þennan ómótstæðilega ostarétt sem er auðvitað alveg galið miðað við hversu einfaldur hann er! Fullkominn forréttur, snarlréttur eða sem meðlæti með öðrum mat svo nú verðið þið að prófa!

Innihald

1 skammtar
Grillostur frá Gott í matinn
klettasalat
grænt, ferskt pestó
furuhnetur, ein lúka
salt og pipar, eftir smekk

Aðferð

  • Skerið ostinn niður í lengjur og grillið við háan hita í nokkrar mínútur.
  • Snúið ostinum reglulega á grillinu þar til grillrákir byrja að myndast og osturinn að linast upp.
  • Setjið síðan vel af pestó yfir ostinn ásamt furuhnetum og saltið og piprið eftir smekk.
  • Njótið strax á meðan osturinn er heitur.
Aðferð

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir