Menu
Grilluð camembert- og eplahorn

Grilluð camembert- og eplahorn

Best er að grilla hornin en einnig er hægt að baka þau í ofni. Annar möguleiki er að dreifa fyllingunni á útrúllað deigið og rúlla upp í brauð.

Innihald

16 skammtar
Rúlla tilbúið pizzadeig (eða heimagert)
Hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
Lítið epli, afhýtt og skorið í smáa bita
Dala Camembert ostur, skorinn í smáa bita
Pekanhnetur, fínsaxaðar
Örlítið döðlusíróp eða hunang

SKref 1

  • Rúllið pizzadeigið út og skerið út 16 þríhyrninga.

Skref2

  • Setjið um 1 tsk. af rjómaosti þar sem þríhyrningurinn er breiðastur.
  • Dreifið eplabitum og osti á hvert horn, efst þar sem það er breiðast.
  • Sáldrið hnetum jafnt yfir og setjið loks smá klessu af döðlusírópi eða hunangi yfir.
  • Rúllið upp í horn.

Skref3

  • Grillið á olíupensluðu útigrilli á lágum hita þar til bökuð í gegn.
  • Hornunum þarf að snúa við af og til.
  • Hornin má líka baka í ofni við 180°. Leggið þau þá á bökunarplötu klædda bökunarpappír og bakið þar til gullin.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir