Menu
Grísk jógúrt með berjum - Ketó

Grísk jógúrt með berjum - Ketó

Einfaldur og einstaklega góður réttur sem upplagt er bera fram í fallegu glasi eða skál. Jógúrtin er lág í kolvetnum og fullkomin í góðan "bröns".

Innihald

1 skammtar
grísk jógúrt frá MS
frosin hindber eða önnur ber
stevíu dropar, t.d. vanillu
klakar
rjómi frá Gott í matinn

Botn

flaxseed mjöl
smjör, brætt

Toppur

nokkur ber, t.d. hindber, jarðarber eða bláber
sykurlaust súkkulaði (má sleppa)

Skref1

  • Ef þið viljið hafa skálina matarmeiri þá byrjum við á botninum.
  • Setjið 2-3 msk af flaxseed mjöli í botninn ásamt 1 msk. af bræddu smjöri.
  • Ef þið viljið hafa skálina léttari þá má sleppa þessu skrefi.

Skref2

  • Blandið hreinni grískri jógúrt saman við klaka, hindber og sætu eftir þörfum. Bætið smá rjóma saman við til að þynna og auka fituna.
  • Vanillu stevíu sæta passar einstaklega vel með en einnig er hægt að nota sætu að eigin vali og bæta örlitlu af vanilludropum út í.
  • Blandið vel saman í blandara þar til klakarnir eru fullkomlega blandaðir við jógúrtina og berin.

Skref3

  • Setjið í fallegt glas eða skál og toppið með nokkrum berjum að eigin vali.
  • Á myndinni er búið að skera niður hálft Raspberry cheesecake stykki frá GoodGood og setja ofan á, en það minnir helst á góðan léttan bragðaref og passar vel með til hátíðarbrigða eða fyrir fallegan brunch.

Höfundur: Hanna Þóra Helgadóttir