Hindberjasósa
- Hrærið saman frosin ber, sykur og vatn yfir meðalhita þar til berin fara að leysast upp. Hækkið þá hitann og leyfið suðunni að koma upp, lækkið aftur og hrærið stanslaust í þar til berin eru uppleyst og bætið vanilludropunum saman við.
- Hrærið saman 2 msk. vatni og 2 tsk. maizenamjöli þar til kekkjalaust og hrærið út í berjablönduna þar til hún þykknar.
- Bætið þá smjörinu saman við og hrærið þar til það hefur bráðnað saman við berjablönduna og takið þá af hellunni, hellið í skál/ílát og kælið.
- Hægt er að geyma sósuna í lokuðu íláti í kæli.
Samsetning
- Setjið fyrst jógúrt í botninn, því næst 1-2 msk. hindberjasósu og svo um 2-3 msk. múslí, endurtakið leikinn og setjið að lokum fersk hindber efst.
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir