Hér deili ég með ykkur nokkrum hugmyndum að réttum í glasi sem innihalda gríska jógúrt. Þessa rétti má fá sér í morgunmat, sem millimál eða sem eftirrétt. Það er ýmislegt hægt að gera úr grískri jógúrt, t.d. nota hana sem morgunmat og þá blanda saman við hana því sem manni þykir gott, en einnig hentar jógúrtin vel í eftirrétti þar sem hún líkist búðingi þegar búið er að blanda hana saman við alls konar góðgæti.
Ef þið ætlið að nota grísku jógúrtina sem eftirrétt þá er einstaklega gott að bæta við hana dökku súkkulaði, súkkulaðisírópi, karamellu eða öðru sem ykkur langar að hafa með en það gerir réttinn ögn gómsætari og því tilvalinn sem eftirrétt. Svo er um að gera að prófa sig áfram. Allir réttirnir eru fyrir einn, en auðvelt er að margfalda uppskriftina fyrir fleiri. Njótið.
grísk jógúrt frá Gott í matinn | |
kanill | |
vanilludropar | |
tröllahafrar | |
síróp | |
epli | |
valhnetur |
grískt jógúrt frá Gott í matinn | |
hnetusmjör, kúfaðar | |
döðlusíróp | |
kanill | |
valhnetur | |
banani | |
bláber | |
jarðarber |
grísk jógúrt frá Gott í matinn | |
hnetusmjör | |
kakó | |
jarðarber | |
banani |
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir