Menu
Grískt pastasalat

Grískt pastasalat

Þetta salat er einstaklega létt og ferskt með grænmeti og grískri jógúrt. Hægt er að bera það fram eitt og sér, með brauði, eða sem meðlæti með grillmatnum.

Innihald

4 skammtar
tortelli pasta með osti
pastaskrúfur
svartar ólífur
gúrka
konfekt tómatar
rauðlaukur
Dala fetaostur frá MS
grísk jógúrt frá Gott í matinn
ólífuolía
safi úr sítrónu
ferskt dill, 1-2 msk.
hvítlauksgeiri
salt og pipar

Skref1

  • Sjóðið pastað í tveimur pottum eftir leiðbeiningum á pakkanum.
  • Gott er að bæta smá ólífuolíu og salti saman við vatnið.
  • Þegar pastað er tilbúið, setjið það í skál og látið renna á það kalt vatn þar til pastað hefur náð að kólna alveg.

Skref2

  • Skerið ólífurnar til helminga ásamt tómötunum.
  • Skerið gúrkuna gróflega niður og blandið öllu saman við pastað.
  • Skerið rauðlaukinn niður og setjið saman við.
  • Hellið olíunni af festaostinum og blandið honum svo saman við.

Skref3

  • Setjið gríska jógúrt í skál ásamt ólífuolíu, sítrónusafa, hvítlauk og fersku dilli og hrærið vel saman.
  • Blandið því saman við pastað og hrærið saman við þar til allt hefur náð að blandast vel saman.
  • Kryddið með salti og pipar.
  • Geymið í kæli þar til salatið er borið fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir