Menu
Grískur hamborgari

Grískur hamborgari

Ostur er ómissandi á hamborgara og við mælum eindregið með að prófa þennan þar sem Dala salatostur í kryddolíu er settur á borgarann!

Innihald

4 skammtar

Borgari

tómatur í sneiðum
rauðlaukur, fínt skorinn eða graslaukur
ólífur, sneiddar
kryddolía af salatostinum og balsamedik, hrært saman
klettasalat
Dala salatostur
hamborgari
hamborgarabrauð

Skref1

  • Sneiðið niður tómata, rauðlauk og ólífur.
  • Veltið þessu upp úr kryddolíunni og balsamedikinu ásamt klettasalatinu.

Skref2

  • Steikið borgarann eftir smekk.

Skref3

  • Hitið brauðin á efri grind grillsins.

Skref4

  • Raðið borgaranum saman, vætið hann ríflega með ediksósunni.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir