Menu
Grískur kjúklingur með Tzatziki sósu og fersku salati

Grískur kjúklingur með Tzatziki sósu og fersku salati

Einfaldur, góður og einstaklega bragðgóður kjúklingur með avocado salati og ferskri og góðri Tzatziki sósu úr grískri jógúrt. Þessi uppskrift minnir bara á sumarið og er létt í maga.

Innihald

6 skammtar
úrbeinuð kjúklingalæri
hvítvínsedik
hvítlauksrif
safi úr hálfri sítrónu
ólífuolía
grísk jógúrt frá Gott í matinn
óreganó
paprikukrydd
kóríanderkrydd
salt
pipar

Tzatziki sósa

grísk jógúrt frá Gott í matinn
sítrónusafi
ólífuolía
hvítlauksrif
gúrka, rifin
salt og pipar eftir smekk

Salat

tómatar
gúrka
avocado
rauðlaukur
steinselja eftir smekk
salt og pipar eftir smekk

Meðlæti

litlar tortilla pönnukökur (8-10 stk.)

Kjúklingur

  • Setjið gríska jógúrt í skál ásamt hvítlauk, hvítvínsediki, sítrónusafa, ólífuolíu og kryddi.
  • Blandið öllu vel saman og hellið yfir kjúklinginn.
  • Hrærið marineringunni vel saman við kjúklinginn og geymið í kæli.
  • Gott er að leyfa kjúklingnum að marinerast í nokkrar klukkustundir og jafnvel yfir nótt.
  • Steikið kjúklinginn á pönnu eða grillið.
  • Raðið kjúkling, sósu og salati á tortillakökurnar en gott er að steikja tortillurnar upp úr smá smjöri eða olíu á pönnu og bera þær fram heitar.

Tzatziki sósa

  • Blandið grískri jógúrt, sítrónusafa, ólífuolíu, hvítlauk, salti og pipar og hrærið vel saman.
  • Rífið niður gúrku í aðra skál með rifjárni, setjið í eldhúsrúllubréf, helst þrefalt og vindið safann úr.
  • Blandið rifinni gúrku saman við jógúrtblönduna og hrærið vel saman.
Tzatziki sósa

Salat

  • Skerið salatið smátt niður og blandið saman í skál og berið fram með kjúklingnum.
Salat

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir