Menu
Gulrótarkaka með rjómaostakremi og sítrónukeim

Gulrótarkaka með rjómaostakremi og sítrónukeim

Aðeins öðruvísi gulrótarkaka með dásamlegum sítrónukeim.

Innihald

12 skammtar
300 g hveiti
2 tsk. matarsódi
3 tsk. kanill
12 tsk. salt
3 egg
350 g sykur
150 ml nýmjólk
2 tsk. vanilludropar
2 bollar rifnar gulrætur
1 dós ananaskurl (lítil dós)
150 g kókosmjöl
100 g brytjað suðusúkkulaði

Krem:

500 g rjómaostur frá Gott í matinn
500 g flórsykur
2 msk. mjúkt íslenskt smjör
1 msk. rjómi frá Gott í matinn
1 tsk. sítrónusafi
2 tsk. vanilludropar (2-3 tsk.)

Gulrótarkaka

  • Þeytið egg og sykur vel saman.
  • Bætið mjólk og vanilludropum saman við.
  • Hveiti, matarsódi, kanill og salt kemur næst út í skálina.
  • Kókosmjöl, gulrætur og ananas kemur síðast ásamt súkkulaðinu.
  • Smyrjið form og bakið við 180°C í 45 mínútur.
  • Látið botninn kólna.
  • Skerið hann í tvennt (einnig hægt að nota tvö minni mót) og smyrjið kremi á milli (best að láta botninn kólna alveg, annars lekur kremið af stað).
  • Setjið því næst krem yfir alla kökuna.

Krem

  • Allt hrært vel saman og smurt á kökuna þegar hún hefur kólnað.
  • Ef kremið er of lint er hægt að bæta við smá flórsykri.
  • Fallegt er að skreyta kökuna með t.d. heslihnetum, valhnetum og kókosflögum.

Höfundur: Tinna Alavis