Menu
Hægeldað svínakjöt (pulled pork) í bakaðri sætri kartöflu

Hægeldað svínakjöt (pulled pork) í bakaðri sætri kartöflu

Marga óar við tímanum sem fer í eldamennskuna, en athugið að þótt kjötið sé lengi í ofninum og grænmetið þurfi að standa, þá er allur undirbúningur mjög einfaldur og fljótlegur. Þess vegna er þetta flottur og góður réttur í matarboð þar sem löngunin er að bjóða upp á eitthvað skemmtilega öðruvísi og spennandi. 

Innihald

4 skammtar

Hægeldað svínakjöt:

svínahnakki eða svínalæri
salt
pipar
púðursykur
sojasósa
five-spice powder
vatn eða léttur sætur safi, sbr. granateplasafi

Sýrt grænmeti:

vatn
hvítvínsedik
salt
fennel
gul og rauð paprika
rauðlaukur

Marinering:

ólífuolía
sykur
cumin, malað
kóríander, malað og þurrt
ferskt engifer, rifið
safi úr einu lime

Bakaðar sætar kartöflur:

Sæt kartafla
ólífuolía

Meðlæti:

sýrður rjómi frá Gott í matinn
steinselja

Hægeldað svínakjöt

  • Hitið ofn 90 gráður ef þið ætlið að elda kjötið í um 8 tíma eða í 120 gráður fyrir 3 til 4 tíma.
  • Hitið ólífuolíu á pönnu og brúnið kjötið að utan, saltið og piprið.
  • Takið kjötið af pönnunni og komið því fyrir í ofnpotti sem gott er að hægelda í.
  • Hrærið saman púðursykur, sojasósu og five-spice powder og smyrjið utan á kjötið.
  • Hellið vökvanum í pottinn.
  • Setjið lokið á hann og stingið í ofninn.
  • Fyrir þá sem nota kjöthitamæli þá er miðað við að hitinn í kjötinu sé kominn í 90 til 93 gráður til að það teljist tilbúið. Ef þið notist ekki við ofnpott þá þarf að pakka kjötinu vel inn í álpappír og loka vel fyrir.
  • Takið kjötið upp úr pottinum að eldun lokinni, látið það standa aðeins áður en þið byrjið að rífa það niður, gott að gera það með tveimur göfflum.
  • Setjið í skál og hellið aðeins af soðinu yfir kjötið.
  • Athugið að geyma aðeins eftir af soðinu.

Sýrt grænmeti

  • Skerið grænmetið í þunnar sneiðar.
  • Hellið vökvanum í pott og setjið grænmetið út í vökvann.
  • Komið upp suðu og sjóðið við vægan hita í 30 mínútur.
  • Hellið þá af grænmetinu og látið renna vel af því.
  • Athugið að þið getið notað ykkar uppáhalds grænmeti og allt annað en þetta.

Marinering

  • Blandið saman öllu sem á að fara í marineringuna.
  • Hrærið vel.
  • Hellið yfir soðið grænmetið og blandið vel.
  • Komið fyrir í krukku eða setjið límpappír yfir.
  • Látið standa í 2-4 tíma áður en borðað með kjötinu.

Bakaðar sætar kartöflur

  • Hálf sæt kartafla er nóg á einn disk með kjöti og grænmeti.
  • Stór sæt kartafla er skorin í tvennt. Pikkuð aðeins með beittum hníf.
  • Smurð örlítið að utan með ólífuolíu og pakkað í álpappír.
  • Bökuð við 180 til 200 gráður í um 45 mínútur. Fylgist þó vel með kartöflunum, því allt þarf þetta að fara eftir stærð kartöflunnar í álpappírnum.

Samsetning

  • Takið kartöflu og kreistið hana aðeins saman til að opna hana.
  • Setjið rifna svínakjötið ofan á kartöfluna.
  • Pikklaða grænmetið fer yfir kjötið.
  • Þá sletta af sýrðum rjóma.
  • Skreytt með steinselju.
  • Það getur verið gott að dreypa örlitlu soði yfir kjötið í kartöflunni áður en grænmetið er sett yfir það.
  • Berið fram og njótið.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir