Skref1
- Hitið ofninn í 180 gráður.
Skref2
- Blandið saman hveiti, matarsóda, kanil og salti saman í skál og setjið til hliðar.
Skref3
- Blandið smjöri, púðursykri, eggi og vanilludropum saman og hrærið þar til blandan verður mjúk og létt.
- Hrærið því næst hveitiblönduna saman við.
Skref4
- Bætið saman við haframjöli, súkkulaðibitum og rommrúsínum og hrærið á litlum hraða þangað til allt hefur blandast vel saman.
Skref5
- Setjið deigið í skál og kælið í 30 mínútur.
Skref6
- Búið til kúlur úr deiginu og setjið á bökunarplötu með smjörpappír, hafið gott bil á milli þar sem kökurnar fletjast út.
- Bakið í 10 til 12 mínútur.
Skref7
- Kælið kökurnar áður en þið takið þær af bökunarplötunni þar sem þær eru frekar mjúkar þegar þær koma úr ofninum.
Skref8
- Setjið bráðið hvítt súkkulaði yfir kökurnar.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir