Skref1
- Steikið hakkið og beikonið upp úr ólífuolíunni þar til allt hefur brúnast.
- Bætið þá kryddi, lauki, hvítlauki og gulrótum saman við.
Skref2
- Hellið víni, niðursoðnum tómötum og tómatamauki saman við. Hrærið. Saltið og piprið.
- Látið suðuna koma upp og látið malla án loks á lágum hita í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til vökvinn er að mestu horfinn.
- Setjið þá rjómann saman við og smakkið til með múskati, salti og pipar ef þurfa þykir.
- Látið malla aftur í 10 mínútur.
- Blandið þá ostinum saman við.
- Berið strax fram með soðnu spagettí og auka osti.
Höfundur: Erna Sverrisdóttir