Skref1
- Bollurnar eru einfaldar í gerð.
- Byrjið á að saxa sellerí og rauðlauk smátt og steikja í smjöri og smá olíu á pönnu, láta svo kólna smá áður en þessu er blandað saman við hakkið ásamt hinum hráefnunum og myndið litlar bollur.
- Brúnið bollur í pönnunni á öllum hliðum.
- Bætið rifnum ræmum af ostrusveppum á pönnuna og hristið vel í pönnunni. Setjið svo spínatið á pönnuna.
Skref2
- Sósan er mjög einföld en það er mikilvægt að þegar vínið er búið að minnka um helming í potti er fínt að taka pottinn af hellunni í nokkrar mínutur áður en rjóma og sinnep er bætt við til að koma í veg fyrir að rjóminn skilji sig. Sósan má malla á vægum hita þar til hún þykkist eilítið.
- Hellið sósu yfir allt gúmmulaðið.
- Skellið pönnu inn í 180°C ofn í 10 mínutur eða þar til bollurnar eru eldaðar í gegn.
- Stráið rifnum Parmigiano Reggianno osti yfir bollurnar og setjið aftur inn í ofn í 2-3 mínutur til viðbótar eða þar til allt er gullið og gómsætt.
Höfundur: Eirný Sigurðardóttir