Menu
Hátíðarsalat með bökuðu grænmeti og mandarínum

Hátíðarsalat með bökuðu grænmeti og mandarínum

Meðlæti fyrir 4-6

Hér svo sannarlega á ferðinni frábær jólauppskrift sem hentar vel með matnum yfir hátíðarnar og Dala veisluosturinn setur svo sannarlega punktinn yfir i-ið.

Innihald

1 skammtar
sæt kartafla, lítil eða hálf stór
rauðrófa
rósakáls hausar, 10-15 stk.
möndlur með hýði
íslenskt smjör
hunang
rósmarín
blandað grænt salat eftir smekk
mandarínur
vínber
vorlaukar
Dala veisluostur (áður veislufeta)

Skref1

  • Skerið sætu kartöfluna, rauðrófu og rósakál í jafn stóra bita.
  • Veltið upp úr olíu, salti og pipar og bakið í ofni í 30-40 mínútur eða þar til bakað í gegn.
  • Takið úr ofninum og leyfið aðeins að kólna.

Skref2

  • Bræðið smjörið á pönnu og steikið möndlurnar, setjið hunang og rósmarín út á og látið krauma saman við vægan hita í 10 – 15 mínútur.
  • Hellið á bökunarpappír, látið kólna og saxið svo gróft.

Skref3

  • Leggið salatið á stórt fat.
  • Setjið bakað grænmetið þar ofan á.
  • Skerið vínber og mandarínubáta í litla bita og dreifið yfir ásamt veisluostinum.
  • Toppið með söxuðum möndlum og smátt skornum vorlauk og berið fram strax.
Skref 3

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir