Menu
Hátíðlegt heitt súkkulaði með rjóma

Hátíðlegt heitt súkkulaði með rjóma

Einstaklega hátíðleg útfærsla af heitu súkkulaði með rjóma þar sem ljúfur piparmyntukeimur setur punktinn yfir i-ið.

Innihald

2 skammtar
D vítamínbætt Nýmjólk
rjómi frá Gott í matinn
dökkt súkkulaði
vanilluextract
púðursykur
Nokkur saltkorn
Nokkrir muldir piparmyntu brjóstsykursmolar t.d. jólastafir og fallegt að bera þá líka fram með súkkulaðinu

Skref1

  • Þeytið rjóma og setjið til hliðar.

Skref2

  • Setjið súkkulaðið í pott ásamt 1,5 dl af vatni og bræðið alveg saman á meðalhita á meðan þið hrærið.

Skref3

  • Hellið mjólkinni saman við í nokkrum skömmtum og hitið rólega upp. Bætið út í vanillu, púðursykri og nokkrum saltkornum og hitið upp að suðu.
  • Gætið þess að súkkulaðið sjóði samt ekki.

Skref4

  • Hellið í bolla og toppið með vel af þeyttum rjóma og muldum piparmyntubrjóstsykri.
Skref 4

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir