Menu
Heill kjúklingur í potti með sveppasósu

Heill kjúklingur í potti með sveppasósu

Hér er á ferðinni frábær fjölskylduréttur með heilelduðum kjúkling og dásamlegri sveppasósu. Ég geri oft svona kjúlla með mismunandi grænmeti en að hafa með þessu svona gúrme sósu tók þetta alveg á næsta level, namm!

Innihald

4 skammtar

Kjúklingur í potti

heill kjúklingur, um 2 kg
litlar kartöflur
sæt kartafla, stór
gulrætur
ferskt timjan
kjúklingakrydd, hvítlauksduft, salt og pipar
ólífuolía

Sveppasósa

villisveppaostur frá MS
sveppir
rjómi frá Gott í matinn
smjör
soyasósa
kjúklingakraftur
salt og pipar

Kjúklingur í potti

  • Hitið ofninn í 190°C.
  • Skolið og þerrið kjúklinginn, berið á hann ólífuolíu og kryddið vel eftir smekk.
  • Skerið niður grænmetið (og flysjið ef óskað) og setjið það í stóran pott/fat. Gott er að hafa sætkartöflubitana frekar stóra því þeir eldast hraðar en gulrætur og venjulegar kartöflur.
  • Setjið ólífuolíu yfir grænmetið og kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti, blandið öllu saman og búið til smá holu fyrir kjúklinginn.
  • Komið þá kjúklingnum fyrir ofan á grænmetinu, setjið lokið á pottinn og inn í ofn í 90 mínútur.
  • Gott er að ganga frá öllu og útbúa sósuna á meðan og leyfa henni að malla þar til kjúklingurinn er klár.

Sveppasósa

  • Skerið sveppina niður og steikið við meðalháan hita upp úr smjör, kryddið eftir smekk.
  • Þegar mesti safinn er gufaður upp má bæta hluta rjómans í pottinn og rífa villisveppaostinn saman við.
  • Hrærið þar til osturinn hefur bráðnað og bætið þá restinni af rjómanum saman við ásamt soya sósu, kjúklingakrafti og kryddið til eftir smekk.
  • Leyfið sósunni að malla á meðan kjúklingurinn eldast og berið síðan fram með honum.
Sveppasósa

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir