Menu
Heimabökuð pizza

Heimabökuð pizza

Ef afgangur er af pizzunni er um að gera að pakka sneiðunum vel inn og frysta. Uppskriftin er fyrir 2 stórar pizzur.

Innihald

6 skammtar
heitt/ volgt vatn (40-50 gráður)
sykur
pakki þurrger (18 g)
salt
ólífuolía
hveiti

Skref1

  • Hrærið saman vatn, sykur og ger í sál og látið standa í um 10 mínútur eða þar til gerið er farið að freyða.

Skref2

  • Setjið ólífuolíu, salt og hveiti saman við. Gott er að setja hveitið smátt og smátt saman við.
  • Hrærið með hnoðara í nokkrar mínútur og þar til deigið hefur sleppt skálinni.

Skref3

  • Smyrjið skálina með olíu að innan, setjið deigið ofan í og plastfilmu eða rakt viskastykki yfir skálina og látið deigið lyfta sér í klukkustund.

Skref4

  • Takið deigið úr skálinni og hnoðið, hérna eru þið að berja deigið niður og ná öllu lofti úr deiginu svo gott er að hnoða ágætlega í stutta stund.

Skref5

  • Skiptið deiginu í tvennt, setjið viskastykki yfir deigið og látið lyfta sér örlítið lengur eða um 15 mínútur.
  • Eftir að deigið hefur lyft sér í annað sinn er hægt að frysta það fyrir þá sem vilja eiga deig tilbúið í frysti.

Skref6

  • Rúllið deiginu út, gott er að stinga örlítið í það með gaffli áður en þið setjið álegg ofan á botnana.
  • Hver og einn setur það sem hann vill ofan á sína pizzu.
  • Gott er að setja 1-2 msk. olíu ofan á hvern botn fyrir sig, dreifa vel úr og krydda með pizzakryddi.

Skref7

  • Mikilvægt er að hita ofninn vel áður en þið bakið pizzurnar, gott er að kveikja á ofninum um 30 mínútum áður en þið bakið þær. Stillið á 250 gráður og bakið í 10 mínútur eða eins og þið viljið.
  • Þeir sem nota pizzastein sem er einstaklega gott þurfa að hita steininn í ofninum í að lágmarki 30 mínútur áður en pizzan er sett á hann svo hann geri það gagn sem hann á að gera.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir