Menu
Heimagerður burrata ostur

Heimagerður burrata ostur

Burrata ostur er svo góður - gefur matnum þetta extra og setur punktinn yfir i-ið. Þar sem etirspurnin á íslenskum burrata er meiri en framleiðslan ræður við þá ætla ég að sýna ykkur hvernig hægt er að búa til burrata ost á einfaldan hátt heima hjá sér. Hér neðar í færslunni er svo uppskrift af tveimur einföldum réttum sem hægt er að nota burrata ostinn í.

Innihald

1 skammtar
mozzarella kúla 120 g
kaffirjómi
salt

Aðferð

  • Mozzarella kúlan er rifin niður og kaffirjómanum hellt yfir, saltað og þetta stappað saman með gaffli.
  • Plastfilma sett yfir og geymt í kæli í a.m.k. 30 mínútur.
  • Svo er bara að njóta.
  • Það er einnig hægt að nota litlu mozzarellakúlurnar sem eru laktósalausar og venjulegan rjóma. Kaffirjóminn er fituminni en matreiðslurjómi en hentar einnig vel í matargerð.

Hugmyndir

  • Minn uppáhalds forréttur fær algjörlega þetta extra yfirbragð með heimagerðum burrata osti. Bufftómatar (eða venjulegir) skornir niður í sneiðar og raðað á stóran disk, burrata ostinum dreift yfir ásamt smá niðurskorinni ferskri basilíku, saltað og piprað og ólífuolíu hellt yfir diskinn. Þessi réttur slær alltaf í gegn.
  • Einföld og gómsæt samloka, snittubrauð skorið í þá lengd sem þú vilt og skorið í tvennt. Grænu pestói smurt á báða helminga og svo er álegginu raðað á samlokuna, 2-3 parmaskinkur, niðurskornir tómatar, heimagerður burrata ostur, klettasalat, salt og pipar.
Hugmyndir

Næringargildi

  • Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda með.
  • Næring í 100 g: Kolvetni: 1,9 g - Prótein: 14,5 g - Fita: 17,7 g - Trefjar 0 g.
  • Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Heimagerður burrata ostur.

Höfundur: Helga Magga