Menu
Heimsins besta kalkúnafylling

Heimsins besta kalkúnafylling

Góð fylling er ómissandi með kalkúninum og þessi útgáfa er sú allra besta að okkar mati - einföld, bragðgóð og slær ávallt í gegn hjá öllum aldurshópum! Fyllinguna má búa til daginn áður en kalkúnninn er eldaður.

Innihald

6 skammtar
stór saxaður laukur
brytjaðir sveppir
gulrætur
þurrkuð epli
þurrkaðar apríkósur
sneiðar gróft brauð
rjómi frá Gott í matinn
vatn
grænmetiskraftur
salvía
svartur pipar
oregano

Skref1

  • Leggið eplin og apríkósurnar í bleyti í kalt vatn um stund.
  • Skerið brauðið í litla bita og leggið í bleyti í rjóma og vatni.

Skref2

  • Látið laukinn og sveppina krauma í smjöri við vægan hita í 5-10 mín.

Skref3

  • Hreinsið gulrætur og rífið frekar gróft.
  • Hellið vatninu af ávöxtunum og malið í kvörn eða skerið í litla bita.

Skref4

  • Blandið öllu saman og hitið vel þannig að bragðið komi vel fram.

Höfundur: Gott í matinn