Menu
Heit chilli ostaídýfa með ostakubbi

Heit chilli ostaídýfa með ostakubbi

Glænýr saumaklúbbs- og partýréttur sem er ávanabindandi góður og gerir eiginlega allt vitlaust. Hinn eini sanni ostakubbur sem hét áður fetakubbur er hér í aðalhlutverki og þennan rétt bara verðið þið að prófa!

Innihald

8 skammtar
gamli rjómaosturinn frá Gott í matinn
ostakubbur frá Gott í matinn
sólþurrkaðir tómatar (um það bil 280 g)
grilluð paprika (um það bil 280 g)
grænn chillipipar, smátt saxaðir (2-3)
lítill rauðlaukur, smátt saxaður
fersk steinselja, handfylli

Skref1

  • Hitið ofn í 200 gráður.

Skref2

  • Hellið olíunni af tómötunum og paprikunni og þerrið aðeins.

Skref3

  • Setjið allt innihaldið í matvinnsluvél og vinnið gróflega saman þannig að grænmetið er í litlum bitum og ostarnir vel blandaðir saman.
  • Það er líka hægt að skera grænmetið niður með hníf og hræra saman við ostana.

Skref4

  • Setjið í eldfast mót og bakið í 15 mínútur.

Skref5

  • Berið fram með góðu snakki, brauði eða niðurskornu grænmeti.
Skref 5

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir