Menu
Heit mozzarella ídýfa

Heit mozzarella ídýfa

Einfaldur og ferskur réttur sem auðvelt er að galdra fram.

Innihald

4 skammtar
góð pastasósa
spínat, skorið niður
ferskar mozzarellakúlur, stórar
baguette brauð
hvítlauksrif
ólífuolía
ferskt spínat

Aðferð:

  • Skerið baguette brauðið í sneiðar, penslið með ólífuolíu og bakið í ofni í smá stund við 180°C þar til brauðið verður gyllt. Ekki fara frá ofninum, þetta tekur smá stund.
  • Skerið hvítlauksrif í tvennt og nuddið því yfir heitar brauðsneiðarnar þegar þær koma úr ofninum.
  • Setjið sósuna, ásamt spínati, í pott eða á pönnu sem má fara í ofn. Hrærið í sósunni þangað til spínatið er orðið mjúkt og sósan heit í gegn.
  • Ef þið eruð ekki með pönnu sem má fara í ofn þarf að færa sósuna yfir í eldfast mót á þessum tímapunkti.
  • Skerið Mozzarellakúlurnar í sneiðar, um 0,5 cm að þykkt, og raðið ofan á sósuna.
  • Setjið pönnuna/eldfast mót aftur í ofninn og hitið þar til osturinn bráðnar, þetta tekur um 5 mínútur.
  • Berið fram með niðurskornu baguette brauði.