Menu
Heit ostaídýfa með tequila

Heit ostaídýfa með tequila

Sjóðheita ostaídýfa með mexíkóskum flögum, samsetning sem getur ekki klikkað!

Innihald

4 skammtar
ólífuolía
stór tómatur, kjarnhreinsaður og skorinn í bita
jalapeno eða 1 stk lítið grænt chili, kjarnhreinsað og fínsaxað
skallottulaukar, fínsaxaðir
sjávarsalt á hnífsoddi
tequila eða sama magn af hvítvíni
rifinn gratínostur frá Gott í matinn
ferskt kóríander eftir smekk
mexíkóskar flögur (nachos) eða tortillur skornar í litla bita

Skref1

  • Takið fram pott og hitið olíuna.
  • Steikið tómatabitana, jalapenoið/chiliið og laukinn í um 5 mínútur á meðalhita eða þar til mjúkt.

Skref2

  • Hellið víninu út í og hrærið saman þar til gufað upp.

Skref3

  • Lækkið hitann undir pottinum og setjið ostinn saman við. Hrærið stöðugt þar til osturinn er bráðinn.

Skref4

  • Setjið í skál og sáldrið kóríander yfir.
  • Berið strax fram með flögum eða tortillabitum.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir