Menu
Heitt rúllubrauð með Camembert smurosti

Heitt rúllubrauð með Camembert smurosti

Heitir brauðréttir eru ómissandi í saumaklúbba, afmæli og aðrar veislur og þá er rúllutertubrauð í algjöru uppáhaldi hjá mér. Ef það væri keppt í rúllubrauðsgerð eða rúllubrauðsáti myndi ég örugglega vinna. Í þessa uppskrift nota ég Camembert smurost en hann er einn af mínum uppáhalds!

Innihald

1 skammtar
hvítt rúllutertubrauð
Camembert smurostur (300 g)
sýrður rjómi 36% frá Gott í matinn
dijon sinnep
aspas
skinka
vorlaukur
rifinn gratínostur frá Gott í matinn
fersk steinselja eftir smekk

Skref1

  • Látið rúllubrauðið þiðna við stofuhita í 30–60 mínútur.
  • Hellið safanum af aspasnum.
  • Skerið aspas, skinku og vorlauk í litla bita.

Skref2

  • Blandið saman í skál; smurostinum, 3 msk. af sýrðum rjóma ásamt sinnepi, skinku, aspas, vorlauk og dálítilli steinselju.
  • Opnið rúllubrauðið og breiðið úr því.
  • Smyrjið blöndunni jafnt yfir allt brauðið og rúllið aftur varlega saman.

Skref3

  • Leggið á ofnplötu.
  • Smyrjið þunnu lagi af sýrðum rjóma jafnt yfir upprúllað brauðið og dreifið vel af rfinum gratínosti yfir.
  • Bakið í ofni í u.þ.b. 15 mínútur við 200 gráður, eða þar til osturinn er gullinbrúnn.

Höfundur: Sunna