Menu
Heitt rúllubrauð með skinku, aspas og smurosti

Heitt rúllubrauð með skinku, aspas og smurosti

Ég hugsa að það sé líklega ekkert jafn íslenskt og huggandi en heitt brauðmeti af einhverju tagi með aspas, skinku og nóg af osti. Hér er á ferðinni klassíska gamla góða rúllubrauðið með örlitlu tvisti.

Innihald

1 skammtar
hvítt rúllutertubrauð
sveppasmurostur (300 g)
sýrður rjómi 36% frá Gott í matinn (180 g)
niðursoðinn aspas (um 400 g)
skinka
vorlaukur
rifinn Pizzaostur frá Gott í matinn
fersk steinselja eftir smekk

Skref1

  • Hitið ofn í 200°C.
  • Látið rúllubrauðið þiðna við stofuhita í um það bil 30-60 mínútur.
  • Hellið safanum af aspasnum.
  • Skerið aspas, skinku og vorlauk í litla bita.

Skref2

  • Blandið saman í skál; smurostinum, 3 msk. af sýrðum rjóma ásamt skinku, aspas, vorlauk og dálítilli steinselju.
  • Opnið rúllubrauðið og breiðið úr því.
  • Smyrjið blöndunni jafnt yfir allt brauðið og rúllið aftur varlega saman.

Skref3

  • Leggið á ofnplötu.
  • Smyrjið þunnu lagi af sýrðum rjóma jafnt yfir upprúllað brauðið og dreifið vel af osti yfir.
  • Bakið í ofni í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn.
Skref 3

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir