Menu
Heitt, spennandi og öðruvísi kakó

Heitt, spennandi og öðruvísi kakó

Heitt kakó með hnetusmjöri eða appelsínum? Hér koma nokkrar skemmtilegar útfærslur á ilmandi góðum kakóbolla.

Innihald

1 skammtar
nýmjólk
suðusúkkulaði
eða
nýmjólk
kakóduft
sykur
nokkrir vanilludropar

Meðlæti

þeyttur rjómi frá Gott í matinn

Heitt kakó

  • Mjólkin er hituð að suðu, tekin af hitanum og súkkulaðið látið bráðna í mjólkinni.
  • Ef þú notar kakó og sykur þá er því hrært saman með smá af mjólkinni og svo hrært út í þegar mjólkin er orðin heit. Smakkið til með vanillu.

Heitt kakó með ís

  • Já, hvaða ís er í mestu uppáhaldi hjá þér?

Heitt kakó með hnetusmjöri

  • Bættu við hnetusmjöri eftir smekk í bollann þinn.

Heitt kakó með sírópi

  • Skeið af sírópi gerir undraverk og mun koma þér á óvart!

Heitt appelsínukakó

  • Rífðu hýðið af hálfri appelsínu og hrærðu saman við kakóið. Smakkast eins og dásamlegur konfektmoli!

Heitt kakó með chilli

  • Elskar þú chili? Notaðu annað hvort smátt saxaðan rauðan chili, þurrkaðar chiliflögur eða skvettu af Tabasco í kakóið!

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal