Matarmikill heitur réttur sem erfitt er að standast þá freistingu að prófa, smakka, njóta. Hentar við ótal tilefni en okkur þykir hann góður sem hluti af hádegisverði um helgar.
Nóg af grænmeti og nóg af ostum og hver getur neitað þeirri blöndu? Þessi samsetning er smá sótt í upphaf brauðréttanna hérna um árið og verður meiri matur í kjölfarið. Hugmyndin sem þessi uppskrift byggir á er frá Jamie Oliver og er ættuð frá Frakklandi og norður Ítalíu sem eiga margt sameiginlegt þegar kemur að góðum mat.
Berið réttinn fram heitan. Sem aðalrétt eða hluta af fleiri réttum. Hann þarf ekkert með sér nema góðan drykk. Uppskrift fyrir sex ef um heila máltíð er að ræða. Mun fleiri ef rétturinn er á hlaðborði.
laukur, smátt saxaður | |
kúrbítur, fínt skorinn | |
dós heill aspas. 3/4 skorinn í bita | |
grænar baunir, frosnar | |
ólífuolía | |
hvítvín | |
egg | |
brauðsneiðar súrdeigsbrauð eða hvítt ítalskt brauð. Rifið niður. |
smjör | |
hveiti | |
safi af aspasnum | |
mjólk | |
múskat | |
Óðals Ísbúi eða Óðals Gouda, rifinn | |
Óðals Tindur eða Óðals Búri, rifinn | |
Parmesan |
Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir