Menu
Heitur brauðréttur með ljúffengum ostum

Heitur brauðréttur með ljúffengum ostum

Virkilega djúsí brauðréttur með ostum sem slær í gegn.

Innihald

6 skammtar
pepperóníostur
smurostur með papriku
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
sveppir
ferskur aspas
skinka
brauðsneiðar
rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn
smjör til steikingar
salt og pipar

Skref1

  • Skerið skorpuna af 10 brauðsneiðum og geymið.

Skref2

  • Rífið pepperónóostinn niður með rifjárni og setjið í pott ásamt paprikusmurosti og 250 ml af matreiðslurjóma.
  • Hitið þar til ostarnir hafa samlagast rjómanum og bætið þá restinni af matreiðslurjómanum saman við og hrærið vel.
  • Leggið til hliðar.

Skref3

  • Skerið sveppina niður og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti og pipar, geymið.

Skref4

  • Skerið aspasinn í munnstóra bita, steikið upp úr smjöri og kryddið til með salti og pipar, geymið.

Skref5

  • Skerið skinkuna niður í bita og leggið til hliðar.

Samsetning

  • Smyrjið eldfast mót vel með smjöri og raðið brauði yfir allan botninn.
  • Stráið sveppnum yfir brauðið og um 1/3 af sósunni.
  • Setjið þá næsta lag af brauði og skinkuna ofan á það ásamt 1/3 af sósunni.
  • Þá kemur síðasta lagið af brauði, aspas, restin af sósunni og vel af rifnum osti yfir allt saman.
  • Hitið við 180° í um 25-30 mínútur eða þar til osturinn verður gylltur.
Samsetning

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir