Menu
Hin eina sanna piparkökuuppskrift

Hin eina sanna piparkökuuppskrift

Piparkökubakstur er ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna enda fátt jólalegra en piparkökur og ísköld mjólk. Uppskriftin sem hér fylgir er að okkar mati hin eina sanna piparkökuuppskrift enda hefur hún fylgt þjóðinni í áraraðir.

Innihald

1 skammtar

Piparkökur

smjör
púðursykur
síróp
engifer á hnífsoddi
kanill
negull
natron
egg
hveiti (500-600 g)

Glassúr

eggjahvíta
flórsykur

Skref1

  • Setjið öll hráefni í pott nema egg og hveiti.
  • Hrærið stöðugt í þar til suðan kemur upp.
  • Dragið pottinn af hellunni.
  • Blandið eggi og hveiti út í.

Skref2

  • Setjið deigið á borg, hnoðið og fletjið síðan út.
  • Skerið út piparkökufígúrur eða leggið snið fyrir piparkökuhús ofan og skerið út.
  • Bakið við 200°C í u.þ.b. 10 mínútur.

Skref3

  • Takið af plötunni á meðan kökurnar eru volgar.
  • Skreytið með glassúr.
  • Ef um er að ræða piparkökuhús er hægt að bræða sykur til að líma húsið saman.

Skref4

  • Setjið eina eggjahvítu í skál fyrir glassúrinn og sigtið flórsykur út í smátt og smátt.
  • Hrærið vel þar til glassúrinn verður seigfljótandi og drýpur hægt af tannsöngli.

Höfundur: Gott í matinn