Skref1
- Skerið laukinn í þunnar sneiðar og saxið timían.
- Hitið pönnu eða lítinn pott yfir meðalhita og bræðið smjörið.
- Bætið lauknum á pönnuna ásamt timían, saltið og piprið og steikið þar til laukurinn er orðinn vel mjúkur og hefur minnkað um u.þ.b. helming. Getur tekið um 20 mínútur.
- Bætið þá balsamikediki og púðursykri á pönnuna og blandið vel saman við laukinn.
- Leyfið edikinu að sjóða niður í 5 mínútur, gæti þurft að hækka aðeins hitann.
- Smakkið til með salti, pipar og ediki.
Skref2
- Byrjið á að hita pönnu og steikið eggið upp úr dálitlu smjöri við frekar vægan hita, setjið til hliðar.
- Smyrjið tvær sneiðar af súrdeigsbrauði með þunnu lagi af Dijon sinnepi.
- Setjið vænt lag af ostsneiðum á aðra brauðsneiðina og vænt lag af skinku þar ofan á ásamt sultuðum rauðlauk og lokið samlokunni.
- Smyrjið samlokuna alla að utan með smjöri.
- Steikið samlokuna á báðum hliðum þar til gullinbrún, toppið samlokuna með osti, stingið pönnunni undir grill í ofni og bakið þar til osturinn er gullinbrúnn.
- Toppið með spældu eggi.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir