Menu
Hindberja-sykurpúða fondue

Hindberja-sykurpúða fondue

Eftirréttur sem fellur í kramið hjá öllum aldursflokkum og er líka afar gott sem íssósa eða ofan á marensköku með þeyttum rjóma. Ekki segja nei við hindberja-sykurpúða fondue!

Innihald

6 skammtar

Fondue

hindber, frosin eða fersk
sykurpúðar, saxaðir
rjómi frá Gott í matinn

Meðlæti

sykurpúðar
fersk ber
niðurskornir ávextir
kex

Skref1

  • Maukið berin t.d. með töfrasprota eða í matvinnsluvél.

Skref2

  • Setjið í pott ásamt sykurpúðum og rjóma.
  • Bræðið saman á lægstum hita.
  • Hrærið í þar til allt hefur samlagast.

Skref3

  • Berið fram með meðlæti að eigin vali.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir