Setjið smjörpappír í hringlaga form um22 cm að stærð. Setjið hafrakex, ristaðar karamelluhnetur, smjör og Síríus heslihnetusmjör saman í matvinnsluvél og hakkið þar til allt hefur blandast vel saman og er orðið vel blautt af smjörinu. Þrýstið hafrakexblöndunni ofan í botninn á forminu, gott er að nota glas eða skeið. Kælið botninn á meðan þið undirbúið ostakökuna.
Hrærið rjómaost og flórsykur saman þar til blandan verður mjúk og slétt. Bætið Síríus heslihnetusmjöri saman við og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman. Setjið rjómaostablönduna í formið ofan á hafrakexbotninn. Setjið súkkulaðihjúpuðu heslihneturnar í matvinnsluvél og grófhakkið. Setjið þær ofan á ostakökuna og þrýstið þeim örlítið niður svo þær festist vel. Kælið í 5 klukkustundir. Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.
hafrakex | |
ristaðar karamelluhnetur | |
smjör við stofuhita | |
Síríus heslihnetusmjör |
rjómaostur | |
Síríus heslihnetusmjör | |
flórsykur |
súkkulaðihjúpaðar heslihnetur, hakkaðar |
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir