Skref1
- Hitið ofninn í 180°c og setjið smjörpappír á bökunarplötu.
Skref2
- Setjið smjör, heslihnetusmjör, púðursykur, sykur, egg og vanilludropa saman í skál og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman, í rúmar 5 mínútur.
- Skafið hliðarnar á skálinni.
Skref3
- Blandið saman hveiti, matarsóda og salti saman í skál og blandið saman við deigið.
Skref4
- Grófsaxið dökka súkkulaðið og blandið því sama við ásamt hvítu súkkulaðidropunum og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman.
Skref5
- Setjið um 1 msk. af deigi í hverja köku og myndið kúlu úr því, raðið þeim með jöfnu millibili á bökunarplötuna.
- Setjið plastfilmu yfir kökurnar og setjið þær inn í ísskáp og kælið í 1 klst.
Skref6
- Bakið kökurnar í 8-10 mínútur.
- Kökurnar eru linar þegar þær eru teknar út úr ofninum en jafna sig þegar þær kólna.
- Kælið kökurnar aðeins áður en þið setjið toppinn ofan á.
Toppur
- Bræðið dökka súkkulaðið yfir vatnsbaði og hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg.
- Slettið súkkulaðinu óreglulega yfir hverja köku.
- Grófsaxið salthneturnar og setjið ofan á hverja köku fyrir sig.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir