Menu
Hnetusilungur og linsusalat með salatosti og myntu-jógúrtsósu

Hnetusilungur og linsusalat með salatosti og myntu-jógúrtsósu

Ferskur og hollur réttur sem gleður bragðlaukana.

Innihald

4 skammtar

innihald

silungsflök, roðflett og beinlaus
kasjúhnetur, saxaðar
hunang
rifinn börkur af 1 límónu
harissa eða annað chilímauk

linsusalat með ostakubbi

soðnar Puy-linsur eða sama magn af soðnum brúnum hrísgrjónum
ostakubbur frá Gott í matinn, mulinn
rauð paprika, skorin í litla teninga
vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar
handfylli af fersku kóríander, saxað
klettasalat eða spínat, gróft saxað
ólífuolía
ferskur appelsínusafi
límónusafi
hunang
sjávarsalt og svartur pipar

myntu-jógúrtsósa

hrein jógúrt frá Gott í matinn
lauf af einnri myntugrein, fín söxuð
sjávarsalt og svartur pipar
límónusafi

Jógúrtsósa með myntu

  • Hrærið saman jógúrti og myntu.
  • Smakkið til með límónusafa, salti og pipar.

Silungur með hnetutoppi

  • Stillið ofninn á 200°.
  • Hrærið saman kasjúhnetum, hunangi, límónuberki og chilímauki.
  • Setjið silungsflökin hlið við hlið á bökunarplötu klædda bökunarpappír.
  • Látið maukið jafnt yfir flökin.
  • Bakið í 10 mínútur.

Linsusalat

  • Blandið linsum varlega saman við fetaost, papriku, vorlauk, kóríander og salat.
  • Pískið saman ólívuolíu, appelsínusafa og límónusafa. Smakkið til með hunangi, salti og pipar. Setjið varlega saman við linsusalatið.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir