Menu
Hnetusmjörsbrúnkur með karamellusúkkulaði

Hnetusmjörsbrúnkur með karamellusúkkulaði

Syndsamlega góðar og sætar brúnkur sem erfitt er að standast!

Innihald

1 skammtar
egg
púðursykur
vanilludropar
dökkt súkkulaði
smjör
hveiti
matarsódi
sjávarsalt
pralín súkkulaði með karamellu
Reese´s peanutbutter cups með 3 í pakka

Súkkulaði ofan á

pralín súkkulaði með karamellu
rjómi frá Gott í matinn
salthnetur og aðeins meira til að setja ofan á

Brúnkur

  • Hitið ofninn í 180 gráður.
  • Þeytið eggin, vanilludropana og púðursykurinn saman þar til blandan er orðin ljós og létt.
  • Blandið öllum þurrefnunum í skál og bætið saman við.
  • Bræðið 150 g dökkt súkkulaði saman við smjörið yfir lágum hita og blandið saman við blönduna, hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Brytjið 100 g af pralín súkkulaðinu í grófa bita og blandið saman við deigið og hrærið með sleif.
  • Setjið smjörpappír í eldfast mót af stærð um 20x30. Raðið öllum Reese´s bitunum í botninn á því, látið stærri flötinn liggja niður. Hellið deiginu yfir og sléttið með sleif.
  • Setjið inn í ofn og bakið í 25 mínútur.
  • Kælið í 10 -15 mínútur áður en súkkulaðið er sett yfir.

Karamellusúkkulaði

  • Bræðið 200 g karamellu pralín súkkulaði í potti yfir meðal háum hita ásamt rjómanum.
  • Hrærið þar til allt er bráðnað og hefur blandast vel saman.
  • Blandið 100 g af salthnetum saman við súkkulaðið og hellið því yfir kökuna.
  • Setjið svo nokkrar salthnetur ofan á súkkulaðið og kælið inn í ísskáp.
  • Best er að láta kökuna kólna ágætlega áður en hún er skorin í bita.
  • Annars er hún líka sjúklega góð heit og þá væri nú ekkert verra að hafa ís með eða þeyttan rjóma.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir