Menu
Hnetusmjörskossar

Hnetusmjörskossar

Dásamlegir í jólabaksturinn. Uppskriftin gerir um 25 stk.

Innihald

1 skammtar
Hersey's Kisses súkkulaði
smjör við stofuhita
mjólk
hnetusmjör
stórt egg
vanilludropar (2-3 tsk)
sykur
hveiti
matarsódi
púðursykur
salt
Sykurskraut að vild

Skref1

  • Hitið ofninn í 190°C.
  • Takið bréfin af kossunum.

Skref2

  • Hrærið vel saman smjöri og hnetusmjöri í hrærivél.
  • Bætið við sykri og púðursykri og hrærið vel þar til létt.
  • Bætið eggi, mjólk og vanilludropum við og hrærið vel.
  • Hrærið hveiti, salti og matarsóda saman í annarri skál og setjið út í hnetusmjörsblönduna.

Skref3

  • Kökurnar eru mótaðar í litlar kúlur á bökunarpappír og bakaðar í 7-9 mínútur í miðjum ofni.
  • Kossarnir eru settir á kökurnar um leið og þær koma út úr ofninum og þær varlega færðar af bökunarplötunni með spaða.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir