Bollakökur
- Hitaðu ofninn í 180 gráður og raðaðu upp bollakökuformum.
- Blandaðu saman hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og settu til hliðar.
- Hrærðu smjörið og sykurinn vel saman.
- Bættu eggjum saman við, einu í einu og hrærðu vel á milli.
- Blandaðu vanilludropunum saman við mjólkina.
- Bættu saman við hveitiblöndunni og mjólkurblöndunni, smá og smá í einu og hrærðu vel á milli.
- Bættu saman við sírópinu og hrærðu á lágum hraða þangað til það er rétt svo blandað saman við deigið.
- Bættu saman við súkkulaðibitunum og hrærðu með sleif.
- Settu deigið í formin og reyndu að fylla þau ekki meira en 2/3, bakið í u.þ.b. 20 mín. Gott er að fylgjast vel með þeim eftir rúmar 15 mín. þar sem þú vilt alls ekki baka þær of lengi. Láttu kökurnar kólna alveg áður en þú setur kremið á.
Vanillusmjörkrem
- Hrærðu smjörið vel þangað til það er orðið mjúkt og létt.
- Bættu flórsykrinum smá og smá saman við og hrærðu vel á milli.
- Settu vanilludropa saman við ásamt mjólkinni. Mikilvægt er að hræra kremið mjög vel þegar maður ætlar að skreyta kökur því þá losnum við við alla smjörkekkina og kremið fær fallega áferð.
- Ef kremið er of þykkt má bæta smá mjólk við, ef þér finnst það of þunnt má setja meiri flórsykur saman við.
- Bættu út í matarlit að eigin vali.
- Notaðu sprautustút til að skreyta kökurnar og svo má setja alls kyns kökuskraut eða dót ofan á kökurnar til að tengja þær hrekkjavökunni.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir